Skip to product information
1 of 5

gkdottir knits

Austurgatan uppskrift

Austurgatan uppskrift

Regular price 900 ISK
Regular price Sale price 900 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Þessir vettlingar eru hluti af gjörningnum „Húsin í bænum“, sjö pörum af vettlingum sem sækja fyrirmynd sína í hafnfirsk kennileiti. Eins og nafnið gefur til kynna, sækja þessir útlit sitt til bárujárnshúsanna sem einkenna eldri hverfi bæjarins og eru meðal annars áberandi á Austurgötu.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Garnbúð Eddu á Strandgötunni og garnið að sjálfsögðu handlitað í Hafnarfirði, af stöllunum í Today I Feel á Hólshrauninu.

Litir og mynstur vettlinganna líkja eftir byggingarlagi bárujárnshúsanna, með hlöðnum grunni, litríkri klæðningu og áberandi gluggapóstum.

Vettlingarnir eru prjónaðir frá stroffinu og fram, annað hvort með magic-loop aðferðinni (og þá gjarnan báðir í einu) eða með sokkaprjónum. Báðir eru prjónaðir eins.

Prjónar: Hringprjónn eða sokkaprjónar í grófleikanum 2,5 eða 3mm eða þeim grófleika sem þarf til að ná réttri prjónfestu.

Aukahlutir: 2 prjónamerki, stoppnál.

Prjónfesta: 34L í mynsturprjóni í hring = 10cm

Uppskriftin er á íslensku.

View full details