Skip to product information
1 of 2

gkdottir knits

Fractal Vesti uppskrift/knitting pattern

Fractal Vesti uppskrift/knitting pattern

Regular price 1.000 ISK
Regular price Sale price 1.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Material

Vestið Fractal varð til í tilefni af hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar á Blönduósi árið 2021. Fyrirmælin sem fylgja þurfti voru þríþætt; að prjóna vesti, úr íslenskri ull og samkvæmt þemanu „áferð í náttúru Íslands“. Mynstrið hér speglar rákir í sandi í fjöru eða kvíslar í ám.

Vestið er prjónað ofan frá og niður. Mynstrið byrjar á kraganum með frekar fínlegum rákum sem svo breikka og vindast hver um aðra eftir því sem neðar dregur. Aukið er út með nokkurs konar laska eftir efri brún axlanna þar til stykkinu er skipt í fram- og bakstykki. Vestið er saumlaust, notast er við I-cord eða snúru-líningar í handveginum og á stroffinu neðst en að öðru leyti eru prjónaaðferðirnar bara slétt, brugðið, snúin útaukning og úrtaka á móti þar sem tvær og tvær lykkjur eru prjónaðar saman ýmist til hægri eða vinstri. Efnið er einfaldur plötulopi sem býður upp á fjölmörg náttúruleg litbrigði rétt eins og fjörurnar okkar og sandarnir.

Prjónfesta: 19L og 28U gera 10x10cm.

Prjónastærð: Hringprjónn 3,5 eða 4 mm. Veljið prjónastærð skv. prjónfestu.

5 stærðir, yfirvídd í cm: 92, 102, 112, 122, 132cm. 

Garnmagn: 2 plötur. Það fara ca 140g í minnstu stærðina.

Uppskriftin er til bæði á íslensku og ensku.

 

A light and roomy, patterned vest knit from Plötulopi.

Top-down seamless design with I-cord edgings. Choose needle size according to gauge.

View full details