Ígulker mini uppskrift/knitting pattern
Ígulker mini uppskrift/knitting pattern
Hér er komin barnaútgáfa af Ígulkerinu, sem er innblásið af skel ígulkersins.
Prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykki. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Ermar og bolur eru án útaukninga eða úrtöku.
Prjónfesta: 24L og 32U á berustykki gera 10x10cm. Í mohairkaflanum gera 18L 10cm.
Prjónastærð 3,5mm og 4mm, eða sem gefur rétta prjónfestu.
6 stærðir, yfirvídd í cm: 60, 69, 78, 82, 87, 93 cm
Ath að uppskriftin er frekar á breiddina, þ.e. víð og með 3/4 ermalengd. Best er að nota vel passandi flík til viðmiðunar og velja stærð út frá yfirvídd (brjóstmál), það er alltaf hægt að aðlaga síddirnar að vild. Veljið frekar stærri stærð en minni.
Garnmagn: Grunnlitur (Icewear Alpaca Silk): 1, 1 (1, 1) 1, 1 dokka
Mynsturlitir: afgangar í ýmsum litum, alls ca 20-50g
Bolur/ermar: Mohair Mix (Icewear): 1, 1 (2, 2) 3, 3 dokkur
Uppskriftin er til bæði á íslensku og ensku.
The mini version of the Ígulker sweater/top.
The design is rather loose fitting and flowy, with 3/4 length sleeves, perfect for wearing over a dress.
Easy to lengthen the body to make a tunic or dress.
Sizes:
I recommend measuring a well-fitting garment and comparing the measurements to the table in the pattern. The bust circumference is the best I find, as you can easily lengthen both yoke, body and sleeves as preferred.
If in doubt - go up a size.