Skip to product information
1 of 4

gkdottir knits

Kameljón uppskrift

Kameljón uppskrift

Regular price 1.000 ISK
Regular price Sale price 1.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Material

Hér er komin mjög hefðbundin lopapeysa sem þó býður upp á óendanlega möguleika í útfærslum eftir að hún hefur verið prjónuð. Nokkurs konar grunnur, eða strigi, til að skreyta að hjartans lyst (og list). Tilvalið verkefni fyrir byrjendur í prjóni sem langar að skarta litríku berustykki án þess að þurfa að kunna tví- eða þríbandaprjón. Slétt og brugðið nægir.

Í takt við fjölbreytileikann er uppskriftin bæði skrifuð neðan frá og upp (eins og hin hefðbundna lopapeysa) og ofan frá og niður, auk þess að vera bæði sýnd opin og lokuð.

Í lokin er berustykkið skreytt með útsaumi eða hekli, eftir smekk hvers og eins. 

Hentar öllum kynjum. 

Garn                Grunnlitur: Double Saga frá Icewear garn (100g/100m)

                        Mynsturlitir: Saga Wool frá Icewear garn eða sambærilegt (50g/100m),                                  gjarnan afgangar

Magn               Grunnlitur: 580, 650 (720, 790, 860) 930, 1000 g

Prjónar            7 mm í meginfletina og 6 mm í stroffin. Athugið að aðlaga prjónastærð að                            prjónfestunni ef þörf krefur.

Prjónfesta       í sléttu einlitu prjóni í hring:  14 lykkjur og 18 umferðir gera 10cm.

Stærðir            7 stærðir, yfirvídd: 85, 95 (105, 115, 125) 135, 145 cm

View full details