Míþríl dk uppskrift/knitting pattern
Míþríl dk uppskrift/knitting pattern
Hér er komin DK útgáfa af Míþrílpeysunni sem var upprunalega gerð úr silkimohair.
Peysan er prjónuð með sléttu prjóni og köflum af mynsturprjóni á brjósti og ermum.
Hægt er að klæðast henni bæði á réttu og röngu, mynstrið sést betur á röngunni. Á henni eru laskaermar og faldurinn á bolnum er aðeins síðari að aftan vegna rykkingar af
völdum mynstursins að framan.
Garn Icewear Garn, Bamboo Wool (100m/50g) hér í litnum 9059 Autumn Leaf.
Magn 260, 290, (320, 350, 380) 420, 450 g.
Prjónfesta 16 lykkjur og 22 umferðir í sléttu prjóni í hring gefa 10x10cm.
Prjónar Hringprjónar, 5 mm, eða í þeirri stærð sem gefur rétta prjónfestu.
Aukahlutir 4 prjónamerki, stoppnál
Aðferð: Peysan er prjónuð ofan frá með laska-útaukningum sem eru útfærðar þannig að
göt myndist sem setja svip á flíkina. Ermar eru pjónaðar beinar þar til þær þrengjast
fremur skarplega fremst við líninguna. Hálsmálið er vítt.
Myndbönd með mynstrinu, til skýringar (YouTube-rás gkdottirknits):
1: https://youtu.be/2RHRO9OAZFw
2: https://youtu.be/ofNFdxf3uR0
3: https://youtu.be/Bc1lRs8RW5o
4: https://youtu.be/nDeaAaJ1WRc