Necklace kragi (cowl) prjónauppskrift/knitting pattern
Necklace kragi (cowl) prjónauppskrift/knitting pattern
Hér er kominn kragi sem byggir á peysunni NeckLace. Hann er fljótprjónaður og mun einfaldari í uppbyggingu en útlitið gefur til kynna, auk þess að vera fyrirtaks afgangaverkefni fyrir prjónara sem eiga það til að safna upp hjá sér fingering og mohair í fallegum litum.
Aðferð
Kraginn er prjónaður ofanfrá, byrjað á stroffinu og blúndukaflanir síðan prjónaðir hver af öðrum. Smekksatriði er hversu hár rúllukraginn er hafður, ég miðaði við að hann gæti bæði staðið „uppréttur“ og verið brettur niður.
Garn
Fingering ullarband í 1-4 litum. Það er vel hægt að notast við afganga eða mini-hespur.
Mohair (silki-mohair) í 1-3 litum, afgangar henta vel enda ekki mikið sem þarf til.
Prjónar 2,75mm. Hringprjónn, 60 cm passar vel en annars má nota magic-loop með lengri prjón.
Prjónfesta í sléttu prjóni í hring: 20 lykkjur og 28 umferðir gera 10x10cm.
Stærðir Fullorðins og barna, sýndar í uppskrift sem: F (B).