Póstur og Spari uppskrift/knitting pattern
Póstur og Spari uppskrift/knitting pattern
Þessir vettlingar er hluti af gjörningnum „Húsin í bænum“, sjö pörum af vettlingum sem sækja fyrirmynd sína í hafnfirsk kennileiti. Verkefnið var unnið í samvinnu við Garnbúð Eddu á Strandgötunni og garnið að sjálfsögðu handlitað í Hafnarfirði, af stöllunum í Today I Feel á Hólshrauninu.
Eins og nafnið gefur til kynna, sækja þessir vettlingar fyrirmynd sína til bygginganna við Strandgötu sem hýstu áður annars vegar Póstinn og hins vegar Sparisjóð Hafnarfjarðar, nánar tiltekið til áberandi mynsturs og klæðningar á veggjum umræddra bygginga.
Vettlingarnir eru prjónaðir frá stroffinu og fram, annað hvort með magic-loop aðferðinni (og þá gjarnan báðir í einu) eða með sokkaprjónum. Báðir eru prjónaðir eins.
Prjónar: Hringprjónn eða sokkaprjónar í grófleikanum 2,5 eða 3mm eða þeim grófleika sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
Aukahlutir: 2 prjónamerki, stoppnál.
Prjónfesta: 34L í sléttu prjóni í hring = 10cm
Uppskriftin er á íslensku.