Starling uppskrift/knitting pattern
Starling uppskrift/knitting pattern
Þessi peysa er á sér fyrirmynd í flugi og fjöðrum hins oft vanmetna Stara, sem er mun fegurri en vinsældir hans gefa til kynna. Á berustykkinu er innblásturinn hið svokallaða murmuration flug þar sem stórir hópar fugla fljúga sem ein heild og mynda töfrandi mynstur. Bolur, ermar og stroff byggja síðan á litbrigðum í fjaðurhami fuglsins.
Peysan er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykkinu. Byrjað er á bráðabirgðauppfit og hálslíningin, sem er hækkuð lítillega að aftan með stuttum umferðum svo flíkin sitji betur, er prjónuð í lokin. Bolurinn er prjónaður án útaukninga eða úrtöku en undir miðjum ermunum eru reglulegar úrtökur. Stroff á ermum og bol eru tvílit.
Garn
Grunnlitur Schoppel Bio Merinos (50g/150m): Night Tweed
Mynsturlitir Mohair By Canard, 2ply Kid Mohair and Merino (175m/50g) :
A: 2103, drapplitt
B: 2023, tegrænt
C: 2006, eplagrænt
Magn Grunnlitur: 200, 220 (230, 250, 270) 280, 290, 300 g
A: 30, 30 (33, 35, 38) 40, 42 , 45 g
B: 33, 35 (37, 40, 42) 44, 46, 48 g
C: 33, 36 (38, 41, 43) 45, 48, 50 g
Prjónar Hringprjónar, 4mm í meginfletina og 3,5 í stroffin. Athugið að aðlaga prjónastærð að prjónfestunni ef þörf krefur.
Prjónfesta í sléttu einlitu prjóni í hring: 24 lykkjur gera 10cm.
8 Stærðir í brjóstvídd/yfirvídd: 88, 94 (100, 106, 113) 119, 125, 131 cm.
Uppskriftin er á íslensku.