Skip to product information
1 of 4

gkdottir knits

Vornæturregn uppskrift

Vornæturregn uppskrift

Regular price 1.000 ISK
Regular price Sale price 1.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Material

Aðferð

Bolurinn er prjónaður ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykki. Mynstrið á 
berustykkinu samanstendur af útaukningum sem taka yfir nokkrar umferðir í senn. 
Ermarnar eru sýndar mjög stuttar, en mega að sjálfsögðu vera síðari. Bolurinn er án 
útaukninga eða úrtöku.  

Garn Aðallitur: Exquisite Lace frá West Yorkshire Spinners (80% ull, 20% silki – 800m í 100g). Það er líka kjörið að nota handlitaða silki/merino blöndu í sama grófleika. 
Aðalliturinn er prjónaður tvöfaldur. Ég notaði 2 liti (Viscount/337 og 
Lagoon/342), fyrst tvöfalt af fyrri litnum, síðan einn þráð af hvorum lit og 
loks tvöfalt af seinni litnum.   
Hálslíning: Smáræði af fíngarni (fingering), ég notaði handlitaða 
smáhespu frá Eddu Lilju. Tilvalið að nota afgangsgarn. Prjónað einfalt.  


Magn Aðallitur (alls): 140, 160 (170, 190, 200) 220, 230 grömm (ef nota á fleiri 
en einn lit þarf að skipta magninu niður á litina) 
Hálslíning: 5, 6 (6, 7, 7) 8, 8 grömm 


Prjónar  4mm í aðalfleti, 3,5mm í stroffin. Hringprjónar, gott að nota magic loop 
aðferðina í byrjun berustykkis og ermarnar. Athugið að aðlaga 
prjónastærð að prjónfestunni ef þörf krefur. 


Prjónfesta  í sléttu einlitu prjóni í hring: 22 lykkjur gera 10cm. 


7 stærðir  Yfirvídd: 95, 105 (115, 125, 135) 145, 155 cm 

View full details