gkdottir knits
Á-ferð sjal uppskrift
Á-ferð sjal uppskrift
Couldn't load pickup availability
Sjalið Á-ferð er hannað í samvinnu við Icewear Garn, sem leyni-samprjón
vorið 2025. Nafnið á sjalinu vísar annars vegar til þess að innblásturinn að
lögun sjalsins er fenginn frá mynd sem tekin var á gönguferð, nánar tiltekið á
leiðinni yfir Klofningsheiði (milli Flateyrar og Suðureyrar).
Hins vegar er nafnið skírskotun til ólíkra áferða bæði hvað garn og mynstur
varðar. Ég valdi fimm ólíkar garntegundir í alls sex litum og leitaðist við að
hafa sem fjölbreyttust mynstur.
Sjalið er prjónað í fjórum áföngum, Fjall 1, Fjall 2, Sjór og Fjall 3. Fleiri en ein
garntegund kemur við sögu í þeim öllum. Ítarleg myndbönd fylgja hverjum hluta fyrir sig.
Ég gerði að gamni tillögu að fjórum litasamsetningum, í anda vetrar, vors, sumars og hausts. Að sjálfsögðu má breyta um liti að vild, en ég mæli með að halda sig við samsvarandi garntegundir þar sem metrafjöldinn í dokkunum er misjafn milli tegunda.
Lögun sjalsins er þríhyrna, þar sem langhliðin er upp undir 2m. Stærðin er nokkuð hefðbundin af sjali að vera.
Garntegundirnar eru:
Litur 1: Baby Wool
Litur 2: Mohair Silk
Litur 3: Saga Mini
Litur 4: Nordic mini
Litur 5: Alpaca Silk
Litur 6: Mohair Silk
Varðandi litavalið, þá er mikilvægt að litir 1 og 4 séu vel aðgreinanlegir (góður kontrast), til að þeir njóti sín í mynsturprjóni saman. Litir 5 og 6 mynda haf (Alpaca Silki) og öldur (Mohair Silki), þannig að gott er að þeir tóni vel saman. Litur 2 er fylgiþráður, sem prjónaður er með litum 1, 3 og 4.
Í stað Mohair litanna mætti líka nota glitþráð, eða annars konar fylgiþráð af svipuðum grófleika. Jafnvel væri hægt að sleppa lit 2, sem kæmi vissulega niður á áferðinni, en litur 6 er ómissandi.
Prjónn: Hringprjónn, amk 80 cm langur. 3-3,5mm, eftir prjónfestu.
Prjónfesta: 22L=10cm
Fylgihlutir: Geymslusnúra, ca 1m löng. Prjónamerki 2stk, Opnanleg
prjónamerki/geymslunælur 2stk. Stoppnál.



