Biða uppskrift/knitting pattern
Biða uppskrift/knitting pattern
Hlý og þykk lopapeysa, enda tvöföld alla leið. Prjónuð úr léttlopa (ég notaði handlitaða ull frá Hildi í Annríki - þjóðbúningar og skart).
Prjónuð ofan frá og niður með laskaútaukningum og skörpum skilum milli ólíkra grunnlita á bol og ermum. Hvor litur um sig er í nokkrum litatónum, þeir ljósustu efst. Reiknað er með hreyfivídd þannig að stærðin er valin með ca 10-15cm meiri yfirvídd en stíft brjóstmál gefur til kynna. Ermar eru víðar, þar með talin stroffin.
Prjónfesta: 19L og 20U gefa 10x10cm.
Prjónastærð: 5mm eða sem gefur rétta prjónfestu.
6 stærðir, yfirvídd í cm: 104, 114, 120, 132, 140, 145cm.
Flíkin vegur í allt ca 500, 550, 600, 650, 700, 750g, sem skiptist nokkurn veginn jafnt milli aðallitanna tveggja.
Uppskriftin er til bæði á íslensku og ensku.
A warm and bulky woolen sweater with graphic stranded colourwork in a top down raglan design that creates sharp contrasts between body and sleeves. The work begins at the neckline in lighter shades and gets gradually darker near the hem.
Considerable positive ease and loose fitting sleeves.