Brum uppskrift/knitting pattern
Brum uppskrift/knitting pattern
Mjúk og hlý peysa, einföld í grunninn en þó með fallegum skreytingum í laska-útaukningunni, á hálslíningunni og ermastroffum.
Prjónuð ofan frá og niður, skipt í bol og ermar að lokinni laskaútaukningu. Bolurinn er aðeins síðari að aftan en framan, sem er gert með því að prjóna nokkrar stuttar umferðir á bakhliðinni. Gert er ráð fyrir aukinni hreyfivídd, sem þýðir að stærðin er valin miðað við ca 10-15cm meiri yfirvídd en stíft brjóstmál gefur til kynna.
Þessi peysa hentar í allskonar garni sem passar við prjónfestuna, til dæmis léttlopa.
Prjónfesta: 14L og 20U gera 10x10cm.
Prjónastærð: 5mm (4,5mm í stroff) eða sem gefur rétta prjónfestu.
6 stærðir, yfirvídd í cm: 108, 120, 131, 143, 154, 166cm
Flíkin vegur í allt ca 210 - 400g (620-1100m)
Uppskriftin er til bæði á íslensku og ensku.
Simply constructed yet entertaining to knit. Decorative details in the raglan and ribbings, explained in videos as well as in writing.
Soft and airy and easily becomes your favorite sweater for any occasion.