Dagný uppskrift/knitting pattern
Dagný uppskrift/knitting pattern
Þessi peysa er upprunalega innblásin af hinum frábæra veitingastað sem bar nafnið Hendur í Höfn og var staðsettur í Þorlákshöfn. Mynstrið á berustykkinu bergmálar vegg- og borðskreytingarnar á staðnum, sem voru stenslaðar með hekluðum dúkum í ýmsum stærðum. Mynstrið er semsagt mín tilraun til að „prjóna heklaðan dúk“. Ég hafði restina af peysunni vel flúraða með frumlegum krúsídúllum í anda bakkelsins hennar Dagnýjar ofurkokks og -bakara, sem eru einstök listaverk. Peysan ber nafn hennar.
Aðferð
Peysan er prjónuð ofan frá í heilu lagi, með 5 aukalykkjum í miðið að framan til að klippa upp í lokin. Stuttar umferðir eru við aftanvert hálsmál, til að flíkin sitji betur. Skipt er í ermar og bol að loknu berustykkinu. Útaukningarnar í berustykkinu falla inn í myndflötinn samkvæmt mynstri. Ermar og bolur eru prjónuð beint, fyrir utan úrtökuumferð á undan ermastroffinu.
Garn Einband, handlitað í grunnlit og mynsturlitum, frá Annríki – þjóðbúningar og skart. Hér eru notaðir 2 mynsturlitir, annars vegar einlitur og hins vegar með litbrigðum.
Magn Peysan vegur alls ca 200, 200 (250, 250, 300) 300, 350g
Prjónar 2,5mm (stroff) og 3mm. Hringprjónar. Athugið að aðlaga prjónastærð að uppgefinni prjónfestu.
Prjónfesta í sléttu einlitu prjóni í hring á prjón nr. 3: 23 lykkjur og 31 umferð gera 10x10cm.
7 stærðir, yfirvídd: 84, 92 (100, 108, 116) 124, 132 cm.
Uppskriftin er til á íslensku.
Leiðbeiningarmyndbönd (tvíbandamynstur á bol og ermum)
Dagný 1a fyrra tvíbandamynstur, fyrsti hluti
Dagný 1b fyrra tvíbandamynstur, annar hluti
Dagný 1c fyrra tvíbandamynstur, þriðji hluti
Dagný 2 seinna tvíbandamynstur