Skip to product information
1 of 3

gkdottir knits

Dögg húfa uppskrift

Dögg húfa uppskrift

Regular price 900 ISK
Regular price Sale price 900 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Þessi húfa er innblásin af daggardropum á mosa. Hún er í grunninn fljótprjónuð og mun einfaldari í uppbyggingu en útlitið gefur til kynna, auk þess að vera fyrirtaks afgangaverkefni.

Byrjað er að prjóna efst á kollinum, aukið út á einlita kaflanum áður en daggardroparnir byrja að birtast. Húfan er prjónuð með sléttu prjóni frá frá röngunni en snúið yfir á réttuna reglulega til að gera mynsturumferðir. Stroffið er prjónað tvílitt frá réttunni.   

Bæta má perlum við daggardropana, ef vilji og nenna er fyrir hendi. 

Garn                

Aðallitur: Fingering eða sport ullarband. Ca 120 metrar (30-50g eftir grófleika). Það er vel hægt að notast við afganga eða mini-hespur. Einnig má halda saman fingering ull og mohairþræði, sem þá virkar eins og sport grófleiki og gefur fallega áferð.

Mynsturlitur: Hér má grófleikinn vera allt frá lace (mohair) upp í DK. Ca 30-50 metrar. Gott að halda mohairþræði tvöföldum í stroffinu til að styrkja það.

Perlur*           *Valkvætt. Ef vilji (og nenna) er til að bæta perlum við daggardropana, þá þarf 72 perlur með gati sem kemst yfir fíngerða heklunál (1 eða 1,25mm). Einnig má sauma nokkrar perlur á topp húfunnar í lokin (sem bætast þá við perlufjöldann).

Heklunál*      *Valkvætt. Sjá hér að ofan. 1 eða 1,25mm, eða sem passar perlunum.

Prjónar            3-3,5 mm, eins og þarf til að ná prjónfestu. Gott að nota hringprjón og magic-loop.

Prjónfesta       Í sléttu prjóni í hring: 23 lykkjur gera 10cm.

Mál (cm)

Ummál á stroffi er 52cm (óteygt). Situr þægilega á fullorðinshöfði.

View full details