Dynjandi uppskrift/knitting pattern
Dynjandi uppskrift/knitting pattern
Þessi peysa sækir nafn og útlit til fossins Dynjanda í Arnarfirði.
Peysan er prjónuð ofan frá og niður, stroff í hálsi, fremst á ermum og neðan á bol er prjónað slétt og brugðið í bláum lit. Meginfletir eru að mestu prjónaðir með tvílitu klukkuprjóni (brioche) úr grunnlit og mohair, en þverrákir eru útfærðar með sléttu prjóni í sömu litum. Umferðaskipti á berustykki og bol eru á miðju baki. Hægt er að venda peysunni og klæðast henni á röngunni, sé þess óskað.
Prjónfesta: 20L og 48U gera 10x10cm.
Prjónastærð: 3,75mm (3,25 í stroff) eða sem gefur rétta prjónfestu.
6 stærðir, yfirvídd í cm: 75, 85, 95, 105, 115, 125cm
Garnmagn: í hálsmál og stroff nægir lítil hespa (eða afgangar). Í meginlitina þarf 2 hespur af hvorum lit (að minnsta kosti).
Uppskriftin er til á íslensku.
A soft and squishy sweater in fingering wool and silk mohair, worked from the top down in tow-coloured brioche.
Pattern inspired by the famous waterfall Dynjandi in the Icelandic Westfjords.
The brioche pattern is knit with the lace mohair yarn in front and fingering in the back.