Macro uppskrift/knitting pattern
Macro uppskrift/knitting pattern
Þessi peysa sækir litbrigði sín í svokallaða macro-ljósmynd af fiðrildavæng, þar sem sjá má hvernig litríkar smáflögur mynda heildarmynstrið.
Aðferð
Peysan er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykki. Berustykkið inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Ermar og bolur eru án útaukninga eða úrtöku.
Garn Icewear garn Mohair Silk (25g, 250m í dokkunni), amk 4 litir.
Magn Þyngd peysunnar alls: 75, 85 (95, 105) 115, 125 g
Ég notaði 10 liti (1105, 4108, 4043, 9059, 9055, 2008, 5000, 9066, 2059, 4019), sem er ávísun á mjög mikla afganga (nema einmitt sé verið að nota afgangagarn) en heildarmagn samsvarar 3, 4 (4, 5) 5, 6 dokkum eftir stærð.
Prjónar Hringprjónar, 4-5mm eftir því hversu laust/fast er prjónað (sjá prjónfestu).
Prjónfesta Mynsturprjón í hring: 23 lykkjur og 24 umferðir gera 10x10cm
6 stærðir: 84, 96 (108, 120) 132, 144 cm