Skip to product information
1 of 5

gkdottir knits

Moth uppskrift/knitting pattern

Moth uppskrift/knitting pattern

Regular price 1.000 ISK
Regular price Sale price 1.000 ISK
Sale Sold out
Tax included.
Material

Þessi peysa, sem er innblásin af Lymantriine mölfiðrildinu, er prjónuð ofanfrá og skipt í ermar og bol að loknu berustykkinu. Mynsturkaflinn í berustykkinu inniheldur útaukningar sem falla inn í myndflötinn. Bolurinn er prjónaður án útaukninga eða úrtöku en undir miðjum ermunum eru reglulegar úrtökur. Hálslíningin er prjónuð í lokin. Með því að geyma hálsmálið þar til síðast er hægt að fínstilla það eftir kenjum hvers og eins.

Garn   Silkimohair, þrír þræðir saman. Tilvalið að blanda litum og nýta afganga.

Magn 175, 190 (210, 230) 250, 265 g samtals.

Prjónar  4,5mm í meginfletina og 4mm í stroffin. Hringprjónar, gott að nota magic loop aðferðina í byrjun berustykkis og ermar. Ath að aðlaga prjónastærð að prjónfestu.

Prjónfesta  Í sléttu einlitu prjóni í hring: 14 lykkjur og 18 umferðir gera 10x10cm.

7 stærðir, yfirvídd í cm: 94, 104 (114, 124) 134, 144 cm.

View full details