Prjónað án vöðvabólgu - örnámskeið
Prjónað án vöðvabólgu - örnámskeið
Regular price
2.900 ISK
Regular price
Sale price
2.900 ISK
Unit price
per
Þekking er styrkur - það getur skipt sköpum að vita hvaðan stoðkerfiseinkenni eru að koma og hvernig hægt er að draga úr þeim. Þetta námskeið er mín leið til að sameina tvíþættan bakgrunn sjúkraþjálfarans og prjónarans og deila góðum ráðum sem hafa nýst mér vel.
Setstaða, öndun og líkamsbeiting er meðal þess sem kemur við sögu í þessu stutta og hressilega prógrammi. Fólk þarf að hafa með sér handavinnu og vera í liprum fötum til að geta æft sig í að setjast, hreyfa axlirnar og fetta sig og bretta aðeins.
Þegar keypt er pláss á námskeiði þarf að velja "Námskeiðsgjald" sem greiðsluform.